Um Langholt

Frábær staðsetning Langholts á Hvalfjarðarströnd gerir gestum okkar kleift að sitja úti á stórsniðnum pallinum og njóta útsýnarinnar á Hvalfjörðinn.  Hann á sér fáa líka hvað ljós og birtuskilyrði varðar, frá fjöru til fjalls, frá Botnssúlum til ballarhafs.
Merkjalækurinn milli lands Kalastaða og Saurbæjar rennur um kvosina neðan við heita pottinn niðri í birkikjarrinu, og lækjarniðurinn lætur slökunina verða fullkomna -hvað þá eftir góðan göngutúr í umhverfinu.
Í Langholti á maður svæðið fyrir sig í því næst fullkomnu næði.

Langholt er nýlegur sumarbústaður, tekinn í notkun 2013. Húsið er 92 fm að grunnfleti og uppi er 30 fm stórt, manngengt loft. Í Langholti eru 3 svefnherbergi með sverfnplássi fyrir 5 manns.

Þetta heilsárshús er mjög vel í sveit sett, stutt í náttúrufegurð uppsveita Borgarfjarðar, afþreyingu Langjökuls, útivist Botnsdalsins, menningu Reykjavíkur og jafnvel undur Snæfellsness.

Með því að nýta sér Roof ’n Route kerfi okkar og bóka fleiri frístundahús samtímis má framlengja ferðalagið vestur á Þverá á Barðaströnd, norður í Hamragil í Fnjóskadal, suður í Holt í Biskustungum eða austur í Borgarbrekku í Lóni.

Skráningarnúmer: HG-00014715

Aðstaða og Búnaður
  • Bedrooms: 3 (Double Beds x2, Single Beds x1)
  • Bathrooms: 1 Family Bathroom
  • Sleeps: 5
  • Check In: 16:00
  • Check Out: 11:00
  • Nearest Groceries: 3KM (summer), 25KM (winter)
  • Nearest Airport: KEF 90KM
  • Luxuries: Quality cottage with Open Space and Great Views. Fiber Glass Internet Access & Floor Heating
  • Utilities: Dishwasher, Fridge, Washing Machine + More
  • Provided: Linen, Towels, Made up Beds
  • Access: Secure Parking, reasonably easy wheelchair access.
  • Outdoor: Beautiful terrace, abundant natural surroundings, BBQ & geothermal hot tub.
Gallerí

Áhugaverðir staðir

Fossinn Glymur

Glymur waterfall is the highest waterfall in Iceland
Glymur er 198 metra hár og telst vera hæsti foss landsins. Með þessum fossi fellur Botnsá í Hvalfirði niður í norðanverðan Botnsdal. Botnsá, Botnsdalur og Glymur mynda frábært útivistarsvæði, með mörgu að skoða á skemmtilegri gönguleið. Ganga inn að Botnsá og til baka tekur um klukkustund en ef genginn er hringur upp með fossinum að austanverðu og niður brekkuna að bílastæðinu má reikna með þriggja stunda göngu. Ekki er nema 20 mínútna akstur frá Brekku inn með firðinum til að komast á bílastæðið við Botn. Við afleggjarann inn að Botni opnast önnur gönguleið, Síldarmannagötur, sem eftir 4 stunda rölt liggur niður í innanverðan Skorradalinn. NB!: Leiðin upp með Glymi getur verið hættuleg vegna hálku að vetrarlagi. Gera má ráð fyrir að þurfa að vaða Botnsá neðan Hvalvatns ef hringurinn er genginn.

Gullni hringurinn

Geysir is located at the Golden Circle
Head to the Golden Circle by driving around the bay Hvalfjordur and take the Rd 48 to Thingvellir, then on to Geysir and Gullfoss and the same way back. Alternatively take the tunnel in the direction of Reykjavik and then Rd 36 to Thingvellir.  As a part of the circle during summer, and driving a 4x4 vehicle, you can reach Gullfoss ‘from behind’ by turning left on to Rd. 47, left again to Rd. 50 and right on to Rd. 52. Proceed and go on the scenic trail F338 south of the glacier Langjokull. The Gold Circle tour could take up to 8 - 9 hours.

Hraunfossar og Barnafoss

Hraunfossar waterfall in Autumn
Í og við Hvítá í Borgarfirði eru Haunfossar og Barnafoss, einhverjir fallegustu fossar landsins. Umgjörðin er sérlega áhrifarík í haustlitum. Vatnsmesti hver landsins, Deildartunguhver með 180 sek.lítra af sjóðandi vatni er einnig á þessari leið. Hægt er að aka skemmtilegan hring sem innifelur fossana: Að sumri til má aka um Kjósaskarðsveg (53) til Þingvalla eða um Dragháls yfir í Lundarreykjadal og inn á Kaldadalsveg yfir í Húsafell. Síðan til baka á vegi 518 með stuttum afleggjara yfir að Deildartunguhver og eftir Borgarfjarðarbraut (50) niður á Hringveginn, Jafnvel með því að fara yfir gömlu,fallegu brúna yfir Hvítá, ofan Hvanneyrar. Að vetri til er best að stytta hringinn og fara um Draghálsinn upp að Hraunfossum síðan yfir í Hvítársíðuna og niður á Hringveginn á bakaleiðinni.

Deildartunguhver Hot Spring

Deildartunguhver, the biggest hot spring in Europe yielding almost 200 liters of boiling water in a second, is to your left when driving on the Rd 50 just past the junction 518 (to Reykholt).

Snæfellsnes

Kirkjufellsfoss waterfall in the foreground with Kirkufjell mountain in the background.
Ekið gegn um Borgarnes og út Mýrarnar, út á Arnarstpa. Þar er mjög skemmtilegt gönguumhverfi, með möguleika á tiltölulega stuttri göngu yfir á Hellnar. Þar er hið margrómaða Fjöruhús í stórbrotnu umhverfi. Þegar komið er lengra út á nesið gefst kostur að skoða Vatnshelli í fylgd leiðsögumanna og/eða að renna niður á Djúpalónssand. Aka síðan undir Jökli yfir á nesið norðanvert, gegnum Ólafsvík og Grundarfjörð með nálægu Kirkjufellinu og heimsækja einhvern fallegasta bæ landsins Stykkishólm. Til baka annað hvort um Vatnaleið eða Skógarströnd og Bröttubrekku (lengri leið).
Nánari ferðaupplýsingar á https://www.ferdalag.ishttps://www.vedur.is og https://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/
Afþreying
Matur
  • Hótel Glymur með sitt rómaða eldhús og umhverfi er í næsta nágrenni: hotelglymur.is
  • Sveitahótelið Hraunsnef í Norðurárdal býður góðan mat í hádegi og að kvöldi: hraunsnef.is
  • Í Borgarnesi er rekið gott veitingahús í Landmámssetrinu: landnam.is
  • Einfaldur matur fæst á La Colina -Pizzeria í Borgarnesi: https://www.facebook.com/lacolinapizzeria/
  • Á hótel Búðum, Snæfellsnesi, hefur alltaf fengist góður fiskur með góðri þjónustu: hotelbudir.is
  • Fjöruhúsið víðfræga á Hellnum er þekkt í ljóðum fyrir góðu fiskisúpuna hennar Siggu, ásamt einstaklega góðum vöfflum með rjóma og kakói: http://www.fjoruhusid.is
  • Í Grundarfirði fær Bjargarsteinn Mathús góða umsögn -með sérhæfingu í fiski: chttps://www.facebook.com/Bjargarsteinnrestaurant/
  • Narfeyrarstofa í Stykkishólmi er klassíkerinn í veitingahúsum Hólmara: narfeyrarstofa.is
  • Á Akranesi þekkja flestir veitingahúsið Galito: galito.is
  • Og á Akranesi fá sér allir sannir samvinnumenn staðgóðan mat í Gamla kaupfélaginu: https://gamlakaupfelagid.is
Menning
  • Fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskri upprunasögu er upplagt að fara með hljóðleiðsögn í gegn um landnámssýninguna í Landnámssetrinu, Borgarnesi: landnam.is
  • Vandtúlkuð styttan „Sonatorrek“ við Borg á Mýrum (Ásmundur Sveinsson) sýnir þegar dóttirin Þorgerður fær föður sinn, Egil Skallagrímsson, ofan af því að svelta sig í Hel.
  • Á Arnarstapa á Snæfellnesi blasir við stytta Ragnars Kjartanssonar af hálftröllinu og verndara Snæfellinga, Bárði Snæfellsás. Ragnar er einmitt faðir Kjartans Ragnarssonar leikara, leikstjóra og leikskáldi, sem lék sér að því að byggja -ásamt sinni Sirrí- upp Landnámssetrið í Borgarnesi.  Ragnar Kjartansson jr. fjöllistamaður er sonur Kjartans og Guðrúnar Ásmundsdóttur, leikkonu.
  • Við Bjarnarhöfn við Berserkjahraun á norðanverðu Snæfellsnesi er boðið upp á  hákarlasmakk með hákarlasýningu. Í Bjarnarhöfn á hinn óprúttni Víga-Styr að hafa búið (Eyrbyggjasaga): https://bjarnarhofn.is
  • Safn Páls Guðmundssonar að Húsafelli, með bæði myndum og hljóðfærum úr steini, er bæði sérstakt og einstakt, hvað þá ef gestir hitta á hann sjálfan:https://is.wikipedia.org/wiki/Páll_Guðmundsson
  • Og ef menn líta sér nær er mikil saga tengd Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, allt frá nafngift Hvalfjarðar, yfir sálmaskáldið mikla Hallgrím Pétursson og fram til fyrsta goða ásatrúarmanna, Sveinbjörns Beinteinssonar. Kirkjan með sjaldséðri fresku sem altaristöflu er falleg og áhugaverð: https://en.wikipedia.org/wiki/Hallgr%C3%ADmskirkja_(Hvalfjörður)

Langholt - Beint á bókunarsíðu

Lágmarks gistitími 5 nætur

Afsláttur: 7 nætur 10%, 14 nætur 20%.

350 € pr nótt + 280 € bókunargjald


Searching Availability...

Google Maps

Mit dem Laden der Karte akzeptieren Sie die Datenschutzerklärung von Google.
Mehr erfahren

Karte laden

Ferðist um landið og njótið þess að gista í og geta bókað frístundahús Nordic Lodges á einfaldan hátt í Roof and Route -kerfinu. Þetta eru húsin okkar:

Þverá

Nordic Lodges Island Ferienhaus Tvera

Þessi rúmgóði og hlýlegi sumarbústaður er umvafinn ósnortinni náttúru Barðastrandarinnar. Útsýnin á fjörðinn, eyjarnar og ströndina er einstök!

>>> Sjá Þverá

Borgarbrekka

Borgarbrekka í Lóni er fallegt tveggja hæða, stórt og rúmgott hús. Út frá því má fara í ótaldar upplifunarferðir um eitthvert fegursta svæði landsins, allt frá Eystra Horni til hins Vestra, svo og inni á Lónsöræfum. Austur- og suðurhlutar Vatnajökuls standa síðan að krýningu þessa augnakonfekts.

>>> Sjá Borgarbrekku

Hamragil

Stórt og gott hús í fallegu náttúrulegu umhverfi og með frábærri útsýn. Einstaklega hentug staðsetning í hjarta Norðurlands.

>>> Sjá Hamragil

Holt

Á miðjum Gullna hringum situr kósí húsið okkar Holt, rétt sunnan Reykholts í Bisk. Hér verður vart þverfótað fyrir áhugaverðum stöðum og afþreyingu. Holt er Í rúmlega einnar stundar akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

>>> Sjá Holt

Brekka

Ferienhaus Island Brekka lodge Iceland

Þetta nýja, bráðfallega hús veitir úrvals sýn á allan Hvalfjörðinn, frá Botnssúlum og út í hafsauga. Stutt er í frábæra gönguleið inn á Botnsdal og upp með fossinum Glym. Brekka er í um 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu

>>> Sjá Brekku