Um Borgarbrekka

Borgarbrekka er í Lóninu, svæðinu milli Eystra og Vestra Horns, uþb. 35 km norðan Hafnar í Hornafirði, og telst til suðurhluta Austfjarðanna. Þetta svæði er einstakt, algjörlega magnað í sinni umgjörð sem tengist samleik hafs og áhrifamikilla Horna-fjallanna, gerðum úr einu elsta bergi á Íslandi. Litadýrð líparítsins í fjöllunum inn af Lóninu er einstök, sér í lagi þegar lagt er á Lónsöræfin sjálf, og gönguleiðir eru gefandi og í miklu úrvali á öllu svæðinu.

Allir sumarbústaðir Nordic Lodges

Húsið Borgarbrekka er 160 fm, rúmgott og vel búið tvílyft timburhús með svölum mót vestri á efri hæð og með rými fyrir 10 manns í fimm svefnherbergjum.  Baðherbergi eru bæði uppi og niðri.
Á vetrum er talsvert um hreindýr í nágrenninu, og einnig seli við Fjörð, syðst í Lóninu. 

Með því að nýta sér Roof ’n Route kerfi okkar og bóka fleiri frístundahús samtímis má framlengja ferðalagið suður um og vestur í Holt í Biskupstungum, Brekku eða Langholt á Hvalfjarðarströnd eða alla leið yfir á Vestfirðina, að Þverá á Barðaströnd. Einnig má ná þangað með því að fara norður um og hafa Hamragil í Fnjóskadal sem millilegg. 

Ef fleiri en 6 manns eru bókaðir kemur  €33,- aukagjald fyrir hvern einstakling (að ungabörnum frátöldum).

Aðstaða og Búnaður
  • Uppbúin rúm. 5 svefnherbergi:  3 x tvíbreið eða „twin“ + 2 tvíbreið (mjórri)
  • 2 baðherbergi með salerni og sturtu (stærra baðherbergið uppi)
  • Rými fyrir 10 pers.
  • Mæting: Eftir 16:00
  • Brottför: Fyrir 12:00 
  • Næsta matvöruverslun: Höfn, 35 km, Djúpivogur, 65 km.
  • Heimilistæki: Uppþvottavél, örbylgja, kæliskápur m. frysti, brauðrist, kaffivél f. malað kaffi, þvottavél, sjónvarp o.fl.
  • Aðbúnaður:  Svalir móti suðvestri, gasgrill, gólfhitun
Gallerí

Áhugaverðir staðir

Jökullónin í sunnanverðum Vatnajökli

Breiðamerkur- og Fjallsárlón gleðja alltaf augað. Hvað þá hellarnir sem þeim eru tengdir. Það er um eins og hálfstíma akstur frá Borgarbrekku suður fyrir Breiðamerkurjökul.

„Demantaströndin“ á Breiðamerkursandi


Almannaskarð (Vestara Horn?) og Stokksnes

Á björtum degi er það mjög gefandi að aka Lóns-megin frá upp á Almannaskarðið, á leiðinni til Hafnar, og hafa einstaka útsýn á jökultungur frá suðurhluta Vatnajökuls.

Vestra-Horn - Stokksnes

Komandi frá Borgarbrekku, rétt áður en komið er að göngunum undir Almannaskarðið, er beygt til vinstri niður að bænum Firði. Þar má skilja bílinn eftir og ganga niður að ósnum þar sem selir eru gjarnan að svamla.
Allt eins er hægt að ganga yfir fjallið og niður skriðuna í suðurhlíðinni til að fá sér kaffisopa í Viking Café við Stokksnes. Þaðan er hægt að ganga fjöruna fyrir Hornið til baka.
Ef hins vegar er farið á bíl til að skoða Stokksnes þarf að borga eitthvað smáræði við hliðið til að komast inn á Stokksnessvæðið þar sem m.a. NATO radarstöðin er —vinsælt umhverfi til ljósmyndunar.


Lónsöræfi

Paradísartjörnin „Vötn“, sem komast má að úr Grænuhlíðinni, er með fallegri stöðum. Þar fyrir innan er Hvannagilið, sem er eftirsótt göngusvæði.

Lónsöræfi

Vegirnir sem liggja inn með Grænuhlíð norðan megin, og inn á Lónsöræfi sunnan megin ár, eru ekki nema í 5 - 10 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarbrekku. Hvor tveggja ber með sér magnaða fegurð -og mjög spennandi vegarslóða þegar ekið er sunnanvert yfir Skyndidalsá og inn á Illakamb, með göngumöguleika inn í skálann í Kollumúla. Sú leið krefst reyndar talsverðrar aksturskunnáttu og góðs jeppa.


Djúpivogur og Egilsstaðir

Djúpivogur er mjög fallegt fiskiþorp og skartar steineggjum/listagjörningi Sigurðar Guðmundssonar niðri í Gleðivík. Á Breiðdalsvík er framleiddur bjórinn „Beljandi“, sem bragðast sérdeilisvel beint úr brúsanum hjá þeim þarna fyrir austan.

Ef vegurinn um Öxi er opinn er ekki nema tveggja tíma akstur upp á hérað, til þess að skoða margvíslegar dásemdir þess héraðs.


Varúð - Rúdolf!

Að vetri til hópast hreindýrin niður á láglendið og eru þá oftsinnis í námunda við vegi og þvera þá án sjáanlegrar ástæðu. 

NB!: Verið á verði gagnvart hreindýrunum, einkum í ljósaskiptunum þegar þau falla algjörlega inn í landslagið og -litina.

Hreindýr á Suðausturlandi


 

Afþreying
  • Fyrirtækið southeasticeland.is er eitt af þeim sem býður íshellaskoðun í Breiðamerkurjökli.
  • Í hagstæðu veðri er einnig hægt að skoða fleiri íshella og fara í spennandi þyrluflugferð yfir jökulinn, sem Einar Rúnar Sigurðarson á Fagurhólsmýri skipuleggur fyrir litla hópa.  Hann er einnig rétti maðurinn til að tala við ef áhugi er fyrir leiðsagðri, krefjandi göngu á hæsta fjall landsins, Hvannadalshnjúk, og enn fremur til að komast í skemmtilega fuglaskoðunarferð að sumarlagi með dráttarvél og heyvagni út í Ingólfshöfða: https://www.fromcoasttomountains.com
  • Bátsferðir á Breiðamerkurlóni eru alltaf vinsælar. Nú er einnig hægt að fara í ferðir um lónið, hvort sem það er opið eða frosið, með svifnökkvum sem gerðir eru út frá Hala í Suðursveit:  https://www.icehover.is/
  • Á bænum Horni bjóðast útreiðartúrar um fjöruna og svæðið hjá Vestra-Horni: https://www.hornhestar.is
  • Þeir sem ekki hafa yfir rétta ökutækinu að ráða en vilja komast sunnan megin inn í draumaland Lónsöræfa, yfir Skyndidalsá og Kjarrdalsheiði og inn að Illakambi, ættu að hafa samband við southeasticeland.is eða http://www.vatnajokull.is.  „Siggi litli“ og liðið hans vilja áreiðanlega aðstoða.
  • Gönguferð upp Bæjardalinn beint ofan við Borgarbrekku, og út með Stafafellsfjöllunum getur verið gefandi. Ekki síður ef fólk hefur orku til að ganga alla leið inn að Hvannagili. Allt eins má ganga skemmtilega hringleið frá Stafafelli: http://www.stafafell.is/hvannagil-hike.html og sjá enn fremur https://www.biteoficeland.com/hvannagil-canyon-a-hikers-paradise/
  • Hingað til hefur verið boðið upp á bátsferðir frá Djúpavogi og út í Papey, sem er mikið lundasvæði. Fyllilega þess virði að kanna það: http://www.birds.is/ferdavefur/?pageid=1657
  • Góð stangveiði, silungur og lax, getur verið í Breiðdalsá, uþb. 100 km akstur frá Borgarbrekku: http://www.strengir.com.
Matur
Menning
  • Á Djúpavogi er sérkennilegt og þekkt listaverk -eða áhrifarík uppstilling- Sigurðar Guðmundssonar. Það er vel þess virði að líta á „Eggin í Gleðivík“
  • Á Djúpavogi er einnig eitt elsta hús landsins, „Langabúð“, sem gert hefur verið upp af natni. Þetta er fyrrum verslunar og pakkhús en hefur nú að geyma sögulegar sýningar, auk þess sem þar er boðið upp á kaffi og ljúffengar franskar súkkulaðikökur:
  • Á Höfn er Svavarssafn, Listasafn Svavars Guðnasonar listmálara, aðila að s.k. Cobra-hópi, og sem ættaður var frá Höfn:
  • Þórbergssetur á Hala í Suðursveit en jafnt innan- sem utanvert mjög áhugavert safn. Hönnuðir hússins eru Sveinn Ívarsson arkitekt og Jón Þórisson.
  • Í Stafafelli rétt innan við Borgarbrekku er falleg og dæmigerð sveitakirkja frá nítjándu öld. Á Hofi í Öræfum er einnig mjög falleg torfkirkja.
  • Í gestamóttökunni í Vatnajökulsþjóðgarði í Skaftafelli er áhugaverð sýning sem tengist eldgosinu og jökulhlaupinu í Vatnajökli 1995, svo og almennt eldvirkni undir jökli.

Borgarbrekka - Beint á bókunarsíðu

Lágmarks gistitími 3 nætur

Afsláttur: 7 nætur 10%, 14 nætur 20%.

350 € á nótt (fyrir allt að 6 manns) á nótt frá apríl til október, € 240 á nótt (fyrir allt að 6 manns) frá nóvember til mars) + 280 € bókunargjald


Searching Availability...

Google Maps

Mit dem Laden der Karte akzeptieren Sie die Datenschutzerklärung von Google.
Mehr erfahren

Karte laden

Ferðist um landið og njótið þess að gista í og geta bókað frístundahús Nordic Lodges á einfaldan hátt í Roof and Route -kerfinu. Þetta eru húsin okkar:

Langholt

Þetta nýja, bráðfallega hús veitir úrvals sýn á allan Hvalfjörðinn, frá Botnssúlum og út í hafsauga. Stutt er í frábæra gönguleið inn á Botnsdal og upp með fossinum Glym. Langholt er í um 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu 

>>> Sjá Langholt

Brekka

Ferienhaus Island Brekka holiday home rental Iceland
Brekka

Þetta nýja, bráðfallega hús veitir úrvals sýn á allan Hvalfjörðinn, frá Botnssúlum og út í hafsauga. Stutt er í frábæra gönguleið inn á Botnsdal og upp með fossinum Glym. Brekka er í um 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu

>>> Sjá Brekku

Þverá

Nordic Lodges Island Ferienhaus Tvera

Þessi rúmgóði og hlýlegi sumarbústaður er umvafinn ósnortinni náttúru Barðastrandarinnar. Útsýnin á fjörðinn, eyjarnar og ströndina er einstök!

>>> Sjá Þverá

Hamragil

Stórt og gott hús í fallegu náttúrulegu umhverfi og með frábærri útsýn. Einstaklega hentug staðsetning í hjarta Norðurlands.

>>> Sjá Hamragil

Holt

Á miðjum Gullna hringum situr kósí húsið okkar Holt, rétt sunnan Reykholts í Bisk. Hér verður vart þverfótað fyrir áhugaverðum stöðum og afþreyingu. Holt er Í rúmlega einnar stundar akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

>>> Sjá Holt