Fyrirtækið Nordic Lodges (NL ehf.) var stofnað 2013 af Jóni Baldri Þorbjörnssyni og Helmut Dussileck. Michael Fersch kom inn i fyrirtækið 2018.

Jón Baldur, lærður bíltæknifræðingur frá Fachhochschule München, hefur verið viðloðandi ferðaþjónustu síðan 1983 sem leiðsögumaður, sem stofnandi og eigandi ferðaskrifstofunnar Ísafold Travel og sem stofnandi og eigandi jeppaleigunnar Ísak ehf.

Helmut er doktor í stærðfræði, býr í München og rekur þar frumkvöðlafyrirtæki á sviði netlausna,. Hann kynntist og ánetjaðist Íslandi í húsbílaferð árið 2005.

Michael býr í borginni Burghausen í Bayern og vinnur þar sem kerfisfræðingur og kennari á sviði netlausna hjá stórfyrirtæki. Hann er vefstjóri Nordic Lodges. Michael, sem er forfallinn áhugaljósmyndari, sýktist af Íslandsbakteríunni í sinni fyrstu ferð til landsins árið 2006 og hefur ekki losnað við hana síðan.

Á undanförnum árum hafa frístundahús Nordic Lodges hýst fjölda ferðamanna og gert þeim upplifunina ógleymanlega með gæðum og frábærri staðsetningu húsanna. Það sést best á endurkomufjölda ferðamanna í hús fyrirtækisins.

Við sem rekum Nordic Lodges erum stolt af ánægju viðskiptavina okkar með þá þjónustu sem fyrirtækið veitir.