Um Þverá

Þverá á Barðaströnd er stórt og rúmgott frístundahús sem býður gestum sínum upp á einkar fallega útsýn á Breiðafjörðinn, ströndina og nálægar eyjar.

Staðsetning hússins er einstök; það situr að segja má á krossgötum þar sem leiðir liggja til allra átta: Til hringvegarins og Reykjavíkur, norður yfir Dynjandisheiði og um Dýrafjarðargöng til Ísafjarðar, vestur til Bíldudals og í Selárdal, á Rauðasand og Bjargtanga, og síðast en ekki síst um Brjánslækjurhöfn með Ferjunni Baldri til Flateyjar og/eða Stykkishólms.

Allt umhverfi Þverár býður upp á úrvals útivistarmöguleika allt árið um kring, t.d. göngur, böð, og berja- og sveppatínslu. Beint neðan við veginn er „Fiskabúrið“, fiskeldisstöð Svenna í Vatnsfirði, þar sem fá má úrvals bleikju beint á pönnuna. Og hjá matvinnslunni á Brjánslæk má kaupa allar lamba- og ærkjötsafurðir -kjötið gerist ekki betra á landinu.

Hrafna-Flóki hafði úr mörgum stöðum að velja þegar hann kom hingað út til Íslands og gaf landinu nafn fyrir rúmum 1150 árum. Það segir nokkuð um umhverfið að Flóki valdi að byggja sitt bú í aðeins tveggja km fjarlægð utan við Þverá. M;eðal annars þess vegna fer vel á því að þetta svæði verði næsti þjóðgarður landsins!

Þverá er 116 fm hús, sem hefur uppbúin rúm fyrir 10 gesti í 5 svefnherbergjum: 1 x tvíbreitt + 1 stakt rúm, 2 x tvíbreið rúm, 1 x tvístök (twin) rúm, 1 x stakt rúm (120 cm). Húsið hefur 2 baðherbergi, bæði með salerni og sturtu, ásamt þvottahúsi. Borðstofan er sambyggð stofunni með beinu aðgengi að fullbúnu eldhúsi.

Húsið stendur mitt í kjarri vaxinni hlíð umlukið víðáttunni á allar hliðar. Ekki er nema tveggja km vegalengd að Brjánslækjarhöfn, fjórir km að Hótel Flókalundi og dásamlegri náttúrulaug niðri í fjöruborðinu og hálftíma akstur að einum fallegasta fossi landsins, Dynjanda.  Látrabjarg ásamt Rauðasandi, eða Dynjanda og Selárdal, má auðveldlega heimsækja í einum dagstúr.

Ef fleiri en 6 manns eru bókaðir kemur  €33,- aukagjald fyrir hvern einstakling (að ungabörnum frátöldum).

Önnur hús Nordic Lodges eru staðsett í Fnjóskadal, Lóni, Biskupstungum og á Hvalfjarðarströnd. Upplagt er að bóka samtímis fleiri en eitt hús með Roof ´n Route kerfinu.

Aðstaða og Búnaður
 • Svefnherbergi: 5. 1 x 3 pers., 3 x 2 pers., 1 x 1 pers. Uppbúin rúm
 • Baðherbergi: 2 (bæði með salerni og sturtu)
 • Rými: Fyrir 10 pers.
 • Aðkoma: Eftir 16:00
 • Brottför: Fyrir 12:00  NB! Möchte ich überall ändern.
 • Næsta matvöruverslun: 55 km (Patreksfjörður), 60 km (Þingeyri)
 • Heimilistæki: Uppþvottavél, örbylgja, kæliskápur m. frysti, brauðrist, vöfflujárn, kaffivél f. malað kaffi, þvottavél, þurrkari, hljómtæki m. Bluetooth o.fl.
 • Aðbúnaður: Netaðgangur, gólfhitun, pallur, gasgrill. Náttúrulaug og veitingastaður í nálægð.
Gallerí

Myndband
YouTube

Mit dem Laden des Videos akzeptieren Sie die Datenschutzerklärung von YouTube.
Mehr erfahren

Video laden

Áhugaverðir staðir

Dynjandi

Dynjandi Waterfall Westfjords of Iceland
Dynjandi Wasserfall in den Westfjorden Islands - ein schöner Ausflug von Ferienhaus Tvera

Eine fegursti foss landsins, Dynjandi fellur um 100 metra af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Fyrir neðan aðalfossinn eru fimm smærri fossar, hver öðrum fallegri og afbragðs gönguleið upp með þeim öllum.

Farið er frá Þverá inn Vatnsfjörðinn og til vinstri inn á veg 60 til Ísafjarðar. Ekið í ca 25 mínútur yfir Dynjandisheiði og niður í Dynjandisvog. 


Lundabyggðin Látrabjarg

Papageientaucher in Latrabjarg in den Westfjorden Islands
Latrabjarg ist der westlichste Ort Europas und kann von unserem Ferienhaus Tvera in den Westfjorden gut erreicht werden.

Látrabjarg, vestasti staður íslands, er í u.þ.b. tveggja stunda akstursfjarlægð frá Þverá. Bjargið og fuglalífið er heillandi, sérlega snemmsumars. Lundinn þar er óvenju gæfur.

Farið er frá Þverá út með firðinum, yfir Kleifaheiði niður í Patreksfjörð og á vegi 612 út með firðinum að sunnanverðu. Á leiðinni er farið fram hjá héraðssafninu á Hnjóti, sem hefur að geyma -burtséð frá Antonov AN 2 tvíþekjunni- allar upplýsingar um björgunarafrekið mikla við Látrabjarg 1947. 

NB! Vegurinn frá afleggjaranum yfir á Rauðasand er frekar grófum malarvegur.  Sýnið aðgát úti á Bjarginu!


Rauðasandur

Raudasandur in the Westfjords of Iceland
Raudasandur liegt an der Südküste der Westfjorde in Island. Dies ist ein schöner Tagesausflug von unserem Ferienhaus Tvera

Þegar hugsað er um baðströnd á Íslandi kemur Rauðasandur fyrst upp í hugann. Mögnuð útsýn á leiðinni niður af heiðinni, magnað umhverfi.

Á leið út á Bjargtanga, fyrir miðjum Patreksfirðinum, er beygt inn á veg 614 sem tekur mann yfir heiðina og niður bratta brekku niður á sand. Þar til vinstri er Bærinn Melanes ásamt stöúnum Sjöundará og Skor. Ef beygt er til hægri er komið að Saurbæ með fallega uppgerðri kirkju og kaffihúsinu Kirkjuhvammi. Upplagt er að ganga þaðan yfir sandinn og út að sjó. NB!: Á leiðinni þarf að vaða grunnar flæður -eða ganga í stígvélum.


Bíldudalur og Selárdalur

Kunstmuseum in Selárdalur
Brautarholt og safn Samúels Jónssonar -listamannsins með barnshjartað.

Fara má í skemmtilegan dagshring um byggðir suðurfjarðanna með því að aka á vegi 60 upp i Helluskarð og beygja þar til vinstri inn á veg 63 sem fer um Trostansfjörð, Reykjafjörð, Fossfjörð og yfir til Bíldudals, sem er mjög fallegt og líflegt þorp. Þaðan má taka 25km afleggjara út í Selárdal og skoða sögufrægt listasafn Samba, bæ Gísla á Uppsölum, Selárdalskirkju og njóta sögunnar sem bærist í hverju strái þessa grösuga dals.

Frá Bíldudal er haldið áfram yfir Hálfdan og til Tálknafjarðar, Patreksfjarðar og inn með Barðaströndinni til baka að Þverá.

Baðmöguleikar í náttúrulaugum eru -utan Hellulaugar- í Reykjafirði, fyrir utan og ofan bæinn í Tálknafirði svo og í Krossholti á Barðaströnd.

NB! Vegurinn frá Bíldudal er fremur grófur malarvegur, slóði á köflum.


Kaldbakur og Svalvogaleið. (Aðeins fyrir jeppa)

Mountain Kaldbakur
Berg Kaldbakur in den Westfjorden Islands

Tiltöluleg auðvelt er að ganga á hæsta fjall Vestfjarða, 998 m, þar sem vegarslóði liggur fram hjá því, upp í u.þ.b. 500 m hæð.

Einhver sérstakasti akvegur á íslandi er fyrir nesið milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þennan vegarslóða ruddi Elís Kjaran með sinni litlu jarðýtu upp á sitt einsdæmi á áttunda áratuginum og kom þar með bæjunum Hrafnabjörgum, Lokinhömrum og Svalvogum í vegarsamband, sem þó er aðeins fært jeppum og að sumarlagi.

Þegar ekið er út Arnarfjörðinn á vegi 626 (fram hjá nýju göngunum) tekur við slóði 622. Hann liggur framhjá litlu Álftamýrarkirkjunni og stuttu síðar beygir vegurinn inn og upp Fossdal. Efst í skarðinu yfir í Kirkjubólsdal má skilja bílinn eftir og ganga á Kaldbak.

Með því að halda áfram og hringa nesið -eða fara fyrst út fyrir- er ævintýralegur dagur að baki þegar komið er aftur á Þverá.

NB!: Það getur þurft að sæta sjávarföllum þegar slóðin Arnarfjarðarmegin er ekin.


Flatey

Flatey
Wenn Sie mit der Fähre in die Westfjorde fahren, passieren Sie Flatey auf Ihrem Weg zum Ferienhaus Tvera

Ef ferjan er tekin frá Stykkishólmi yfir á Brjánslæk til þess að komast til Þverár -eða öfugt, er siglt með viðkomu í Flatey. Á sumrin er upplagt að biðja áhöfn Baldurs um að taka bílinn frá borði og hoppa af í Flatey til að njóta tímans þar, fá sér t.d. mat á hótelinu. Eins er hægt að fara dagsferð frá Brjánslæk til og frá Flatey, þegar boðið er upp á tvær ferjusiglingar á dag.

„Flatey, þar sem óskir rætast, hamingjan ríkir og tíminn stendur í stað“ (Halldór Laxness)


Nánari ferðaupplýsingar á https://www.ferdalag.ishttps://www.vedur.is og https://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/

Afþreying
 • Sundlaugar og náttúrulaugar eru algeng á Vestfjörðum. Í umhverfi Þverár eru nokkrar þeirra, sjá nánar undir „Bíldudalur og Selárdalur“
 • Ahugamenn um stangveiði geta keypt veiðileyfi í Vatnsdalsá (Lax) og Vatnsdalsvatni veidistadir.is/vatnsdalsa-i-vatnsfirdi/
 • Sigurður Hafberg á Flateyri gæti tekið ykkur í kajakróður (863 7662). Einnig er hægt að setja sig í samband við www.vesturferdir.is.
 • Einnig bóka Vesturferðir og boreaadventures.com  bátsferðir og hvalaskoðanir á ísafjarðardjúpi.
 • Möguleiki er á skipulegum skíðaferðum fyrir tilstilli boreaadventures.com
Matur
 • Hótel Flókalundur er opið frá  maímánuði og fram í september. Þar er boðið upp á hamborgara jafnt sem staðgóðan mat, með fjarska fögru útsýni í forrétt!
 • Tjöruhúsið á ísafirði er löngu orðið landsþekkt fyrir fiskrétti sína, í hádeginu jafnt sem að kvöldi. Þessi 90 km skreppur frá Þverá er fyllilega þess virði. NB: vissara að panta fyrirfram.
 • Heimsendi á Patró hefur fengið mjög góða dóma. Sjá: https://www.facebook.com/HeimsendiRestaurant/ Opið að sumarlagi.
 • Á Bíldudal stendur verslunin Vegamót við aðalgötuna. Í bakhúsinu er boðið upp á Kaffi og meðlæti eða/og einfaldan ágætismat. Sjá: https://www.facebook.com/Vegamotbildudal/
 • Kirkjuhvammur á Rauðasandi er „franskt“ afbragðskaffihús í ævintýralegu umhverfi. Sjá http://gajul.blogspot.com/2010/08/hi-snotra-kaffihus-i-kirkjuhvammi.html
 • Og í Simbahöllinni á Þingeyri fást ekki síðri vöfflur en í Kirkjuhvammi, reyndar ekki franskar heldur belgískar! www.simbahöllin.is.
 • Þegar eldamennskan er í öndvegi er nærtækast að heilsa upp á nágranna ykkar, Svenna í Vatnsfirði, og höndla af honum nokkur bleikjuflök. Sítrónupipar, salt og smjör á pönnuna, og það verður veisla!
Menning
 • Að sumri til jafnt sem að veturlagi eru ýmsir viðburðir í gangi í bæjum og þorpum Vestfjarða. Hér er gott yfirlit: https://www.westfjords.is/is/afthreying/vidburdir
 • Á leiðinni út á Bjargtanga er ekki annað hægt en að hnjóta um safnið að Hnjóti. Þetta er héraðs- tónlistar og flugminjasafn sem áhugafólk um sögu er hvatt til að skoða. Myndband eftir heimsfrægri mynd Óskars Gíslasonar er t.d. stöðugt í sýningu þarna.
 • Í Selárdal má í safni Samúels Jónssonar m.a. kynnast endurgerð hans á Ljónagarði hallarinnar í Alhambra. Einnig kirkjunni sem hann smíðaði til að hýsa altaristöfluna sem hann málaði, en henni hafði verið hafnað af sóknarnefnd Selárdalskirkju. Sjá zauber-des-nordens.de/selardalur/
 • Og svo má heldur ekki gleyma „Aldrei fór ég suður“ um hverja páska.

Þverá - Beint á bókunarsíðu

Lágmarks gistitími 5 nætur

Afsláttur: 7 nætur 10%, 14 nætur 20%.

350 € pr nótt (fyrir allt að 6 manns) + 280 € bókunargjald


Searching Availability...

Google Maps

Mit dem Laden der Karte akzeptieren Sie die Datenschutzerklärung von Google.
Mehr erfahren

Karte laden

Ferðist um landið og njótið þess að gista í og geta bókað frístundahús Nordic Lodges á einfaldan hátt í Roof and Route -kerfinu. Þetta eru húsin okkar:

Hamragil

Stórt og gott hús í fallegu náttúrulegu umhverfi og með frábærri útsýn. Einstaklega hentug staðsetning í hjarta Norðurlands.

>>> Sjá Hamragil

Holt

Á miðjum Gullna hringum situr kósí húsið okkar Holt, rétt sunnan Reykholts í Bisk. Hér verður vart þverfótað fyrir áhugaverðum stöðum og afþreyingu. Holt er Í rúmlega einnar stundar akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

>>> Sjá Holt

Brekka

Ferienhaus Island Brekka lodge Iceland

Þetta nýja, bráðfallega hús veitir úrvals sýn á allan Hvalfjörðinn, frá Botnssúlum og út í hafsauga. Stutt er í frábæra gönguleið inn á Botnsdal og upp með fossinum Glym. Brekka er í um 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu

>>> Sjá Brekku

Langholt

Þetta nýja, bráðfallega hús veitir úrvals sýn á allan Hvalfjörðinn, frá Botnssúlum og út í hafsauga. Stutt er í frábæra gönguleið inn á Botnsdal og upp með fossinum Glym. Langholt er í um 50 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu 

>>> Sjá Langholt

Borgarbrekka

Borgarbrekka í Lóni er fallegt tveggja hæða, stórt og rúmgott hús. Út frá því má fara í ótaldar upplifunarferðir um eitthvert fegursta svæði landsins, allt frá Eystra Horni til hins Vestra, svo og inni á Lónsöræfum. Austur- og suðurhlutar Vatnajökuls standa síðan að krýningu þessa augnakonfekts.

>>> Sjá Borgarbrekku